Sandra María Jessen valin best í Pepsi deild kvennamynd/Hafliði Breiðfjörð - Fótbolti.net

Sandra María Jessen valin best í Pepsi deild kvenna

Þór/KA spilaði síðasta leik sinn í Pepsi deildinni í gær þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni 2-0 í Garðabæ.

Strax eftir leik tilkynnti KSÍ niðurstöður úr kjöri á besta leikmanni deildarinnar.

Sandra María Jessen, úr Þór/KA, var valin besti leikmaður Pepsi deildar kvenna fyrir tímabilið 2018, en það eru leikmenn sjálfir sem velja.

Sandra María er fyrirliði og algjör lykilmaður í Þór/KA en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar í sumar og er í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hún skoraði 14 mörk í 18 leikjum með Þór/KA og endaði sú þriðja markahæsta.

Sandra María fær afhent verðlaunin á lokahófi Þór/KA þann 28. september næstkomandi.

 

Lokastaðan í Pepsi deild kvenna 2018

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó