Sandra María Jessen með glæsilegt afrekMynd/Þórir Tryggva

Sandra María Jessen með glæsilegt afrek

Sandra María Jessen skoraði bæði mörk KA/Þór í jafntefli við Fylki síðastliðna helgi og náði þar með þeim merkilega áfanga að skora gegn öllum liðum innan deildarinnar. Ásamt því er Sandra markahæsti leikmaður deildarinnar með 20 mörk í 18 leikjum.

Þór/KA endaði í þriðja sæti deildarinnar en er nú deildinni skipt í neðri og efri deild, liðið á eftir þrjá heimaleiki og tvo útileiki þar. Því miður á liðið ekki mikla möguleika á Íslandsmeistaratitli vegna munsins á milli þeirra og efstu liðanna, Val og Breiðabliks. Þetta kemur fram á vefsíðu Þórs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó