Sandra María best eftir fyrstu sex leikina

Sandra María best eftir fyrstu sex leikina

Knattspyrnukonan Sandra María Jessen var besti leikmaður Bestu deildarinnar í fótbolta í apríl og maí samkvæmt einkunnargjöf Morgunblaðsins. Sandra hefur verið mögnuð í liði Þór/KA í upphafi tímabilsins og hefur þegar skorað tíu mörk eftir fyrstu sex leikina.

Í stigagjöf Morgunblaðsins eru gefin M til að dæma frammistöður í leikjum. Sandra hef­ur fengið M í öll­um sex leikj­um Þórs/​KA og einu sinni fékk hún hæstu ein­kunn­ina, þrjú M, fyr­ir frammistöðu sína gegn FH í ann­arri um­ferð. Hún er eini leikmaður deild­ar­inn­ar sem hef­ur fengið þrjú M í leik á þessu tíma­bili. Samtals hefur hún fengið átta M úr fyrstu sex leikjunum.

Þór/​KA hef­ur byrjað Íslands­mótið ein­stak­lega vel en eft­ir tap í fyrsta leik gegn Val hef­ur liðið unnið síðustu fimm leiki sína og er komið í annað sæti deild­ar­inn­ar.

Nán­ar er fjallað um stöðuna í ein­kunna­gjöf Morg­un­blaðsins í blaðinu í dag og þar er birt úr­valslið Morg­un­blaðsins fyr­ir apríl og maí.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó