NTC

Sandor Matus í Dalvík/Reyni


Markvörður­inn reyndi, Sandor Mat­us, hef­ur tekið skóna af hill­unni á nýjan leik en hann mun leika með Dal­vík/​Reyni í 3. deild­inni í knatt­spyrnu í sum­ar.

Sandor ættu allir áhugamenn um fótbolta að þekkja en hann hef­ur leikið hér á landi frá ár­inu 2004, fyrst með KA í ára­tug en svo með Þór á ár­un­um 2014-2016.

Sandor lagði skóna á hill­una eft­ir síðasta sum­ar og fór þá inn í þjálf­arat­eymi Þórs. Hann mun áfram sinna því starfi.

Sambíó

UMMÆLI