Píeta

Samsýning Súpunnar tuttugu árum síðar á sólstöðum í Bragganum Yst við Öxarfjörð

Samsýning Súpunnar tuttugu árum síðar á sólstöðum í Bragganum Yst við Öxarfjörð

Myndlistarhópurinn Súpan opnar um helgina sýninguna „Nú“ í Bragganum Yst við Öxarfjörð. Sýningin er opin frá 11 til 16 yfir sólstöðuhelgina og svo eftir samkomulagi fram eftir sumri.

Súpan er hópur myndlistarkvenna sem hafa haldið saman allt frá því að þær stunduðu nám við Myndlistarskólann á Akureyri fyrir löngu. Hópinn skipa Björg Eiríksdóttir, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Jóna Bergdal Jakobsdóttir, Unnur Guðrún Óttarsdóttir og Yst Ingunn St. Svavarsdóttir.

Fyrir tuttugu árum efndu þær fyrst til samsýningar í Bragganum en síðan hafa þær sýnt saman víða og velt fyrir sér hugmyndum eins og sköpun og sjálfsmynd. Í þetta sinn skoða þær núið hver frá eigin sjónarhorni svo sem skynjun, áhrifum, umhyggju og kyrrð.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook viðburði sýningarinnar með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó