Í tilefni af Plastlausum september hvetur Amtsbókasafnið Akureyringa til að grípa sér plokktöng og plokka í kringum sig. Hægt er að fá lánaðar plokktangir á Amtsbókasafninu.
Plastlaus september er árvekniátak, sem haldið var í fyrsta sinn í september 2017. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka notkunina.
Amtsbókasafnið bendir á að það plast sem er ekki flokkað (sem er illskást) eða hent í ruslið (sem er vissulega skárra en að það endi úti í náttúrunni) fýkur yfirleitt á endanum út í haf, þar sem það getur haft virkilega slæm áhrif sjávarlífið.
Hversu áhugavert rusl getur þú plokkað? Notaðu myllumerkið #samplokk.
UMMÆLI