Samningar við SA undirritaðir og endurbætt aðstaða tekin í notkun

Samningar við SA undirritaðir og endurbætt aðstaða tekin í notkun

Í gær voru undirritaðir rekstrar- og þjónustusamningar Akureyrarbæjar við Skautafélag Akureyrar sem lúta að rekstri Skautahallarinnar og faglegu starfi Skautafélagsins. Hefur Akureyrarbær þar með endurnýjað rekstarsamninga við öll þau íþróttafélög sem sjá um rekstur íþróttamannvirkja sem Akureyrarbær á að hluta eða öllu leyti. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins.

„Í þessu samhengi er vert að geta þess að um miðjan febrúar verður ný og endurbætt félags- og æfingaaðstaða í Skautahöllinni tekin formlega í notkun,“ segir í tilkynningunni.

Rekstrarsamningur Akureyrarbæjar og Skautafélags Akureyrar.

Þjónustusamningur Akureyrarbæjar og Skautafélags Akureyrar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó