Samningar undirritaðir um móttöku flóttafólks

Þorsteinn og Eiríkur við undirskriftina

Velferðarráðuneytið greindi frá því á vef sínum í gær að Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefði undirritað samninga við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í Reykjavík og Eirík Björn Björgvinsson, bæjarstjóra á Akureyri, um mótttöku sex sýrlenskra flóttafjölskyldna sem væntanlegar eru til landsins eftir helgi. Fimm þeirra setjast að í Reykjavík og ein á Akureyri.

Þetta eru sambærilegir samningar og þeir sem nýlega voru undirritaðir við forsvarsmenn Hveragerðis og Árborgar sem einnig taka á móti fjölskyldum úr þeim 47 manna hópi sýrlenskra flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins. Velferðarráðuneytið og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðina hafa undirbúið móttöku fólksins um nokkur skeið og fór meðal annars sendinefnd til Líbanon síðastliðinn nóvember til að veita fólkinu fræðslu um Ísland og íslenskt samfélag

Samningar ráðuneytisins og sveitarfélaganna um móttökuverkefnið lýtur að aðstoð og stuðningi við fólkið á næstu tveimur árum. Í grunninn snúa þessi verkefni að því að tryggja fólki húsnæði, félagslega ráðgjöf, menntun og fræðslu, heilbrigðisþjónustu, aðstoð við atvinnuleit og fjárhagsaðstoð til framfærslu.

Rauði krossinn kemur að móttöku flóttafólksins í hverju sveitarfélagi þar sem hann útvegar fólkinu nauðsynlegt innbú á heimili þeirra og hefur jafnframt umsjón með stuðningsfjölskyldum sem ætlað er að liðsinna flóttafólkinu við aðlögun að íslensku samfélagi. Nánar má lesa um málið á heimasíðu Velferðarráðuneytisins hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó