Samkomulag Akureyrarbæjar og Rauða krossins um söfnun, flokkun og sölu á textíl

Samkomulag Akureyrarbæjar og Rauða krossins um söfnun, flokkun og sölu á textíl

Akureyrarbær og Rauði krossinn við Eyjafjörð hafa komist að samkomulagi um söfnun, flokkun og sölu á textíl. Akureyrarbær er fyrsta sveitarfélag landsins sem hefur gert slíkt samkomulag en samkvæmt nýjum lögum er sveitarfélögum nú skylt að halda úti sérstakri söfnun á textíl. Fjallað er um samkomulagið á vef Akureyrarbæjar.

Rauði krossinn við Eyjafjörð hefur um árabil séð um að safna textíl á svæðinu, flokka, selja bæjarbúum og senda erlendis til frekari endurvinnslu. Með lögunum hefur ábyrgðin verið færð yfir á sveitarfélögin að sjá til þess að textíl sé safnað og hann endurnýttur eftir bestu getu.

Nánari umfjöllun um starfsemi Rauða krossins og samkomulagið má finna á vef Akureyrarbæjar með því að smella hér.

Mynd: Guðríður Friðriksdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar og Ingibjörg Halldórsdóttir, deildarstjóri Eyjafjarðardeildar Rauða krossins /akureyri.is

Sambíó
Sambíó