Gæludýr.is

Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Kjarnafæði og Norðlenska

Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Kjarnafæði og Norðlenska

Samkeppniseftirlitið samþykkti á fundi sínum í gær samruna Kjarnafæði/SAH og Norðlenska. Málið hefur verið til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu síðan sumarið 2020 þegar fyrirtækin komust að samkomulagi um samruna.

Sjá einnig: Samruni Kjarnafæðis og Norðlenska

„Samrunin er samþykktur með ákveðnum skilyrðum sem við þurfum að undirgangast áður en samrunin raungerist. Áætlað er að það taki okkur um 5-10 vikur að vinna þessi skilyrði og fá fullnustu yfirvalda fyrir nýtt fyrirtæki. Ekkert hefur verið ákveðið með næstu skref enda hafa samruna aðilar ekki mátt tala saman. Fyrsta verkefni samrunafélags verður væntanlega að skipa nýja stjórn,“ segir Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó