Samkaup Strax Byggðavegi lokað 15. maí

Þann 15. maí næstkomandi stendur til að loka Samkaup Strax á Byggðavegi um óákveðinn tíma. Búðin er á Byggðavegi 98. Í stað Samkaup Strax kemur svokölluð Krambúð. Krambúðir eru ætlaðar til þess að koma til móts við aukinn fjölda ferðamanna. Þetta verður fimmta Krambúð landsins.

Samkaup Strax við Byggðaveg er ein af átta Strax búðum á landinu og ein af tveimur á Akureyri. Samkaup rekur einnig tvær Nettó búðir á Akureyri. Krambúðin mun einnig vera rekin af Samkaup.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó