Samherji hefur selt allan hlut sinn í Þórsmörk ehf., sem er eigandi Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, mbl.is og fleiri miðla. Kaupandinn er Eyþórs Arnalds.
Samherji átti 18,43% hlut í gegnum félagið Kattarnef ehf. og fer með þessu úr hluthafahópnum. Að auki kaupir Eyþór ei 6,14% hlut Síldarvinnslunnar hf. og 2,05% hlut Vísis hf., alls 26,62%. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
„Á umbrota- og óvissutímum árið 2009, þegar þörf var á upplýsandi og ábyrgum fréttaflutningi, tók Samherji þá ákvörðun að taka þátt í að endurreisa Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, í samstarfi við aðra,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson í samtali við Morgunblaðið.
UMMÆLI