NTC

Samherji neðstur í sjálfbærnismálum

Samherji neðstur í sjálfbærnismálum

Í dag voru niðurstöður Sjálfbærniássins 2024 tilkynntar. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að almenningi fannst Íslensk erfðagreining standa sig best í sjálfbærnismálum en Samherji verst.

Á vefsíðu Sjálfbærniássins segir eftirfarandi

Sjálfbærniásinn er nýr samræmdur mælikvarði á viðhorfi þjóðarinnar til sjálfbærnimála íslenskra fyrirtækja. Rannsóknin er framkvæmd af rannsóknarfyrirtækinu Prósenti. Framkvæmdatími var frá janúar til ágúst 2024 og var um að ræða netkannanir sem voru sendar á handahófskennt úrtak úr könnunarhópi Prósents sem inniheldur 15.000 Íslendinga, 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu svo hægt sé að alhæfa að niðurstöður endurspegli viðhorf þjóðarinnar með 95% vissu.

Rannsóknarfyrirtækið Prósent, ráðgjafafyrirtækið Langbrók og stjórnendafélagið Stjórnvísi hafa unnið að þróun Sjálfbærniássins sem mælir viðhorf neytenda til sjálfbærni, samfélagsábyrgðar og stjórnarhátta fyrirtækja á Ísland

Markmið rannsóknarinnar eru síðan upplistuð hér

– Að framkvæma hlutlausar og samræmdar viðhorfsmælingar á helstu mörkuðum og stærstu vörumerkjum Íslands til að hægt sé að bera saman stöðu og þróun.

– Að hvetja íslensk fyrirtæki og stofnanir til að leggja enn meiri áherslu á sjálfbærni og miðla upplýsingum um verk sín.

– Að auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni og hvernig þeir geta haft áhrif með kauphegðun sinni.

– Að vera íslenskum fyrirtækjum hvatning til að leggja enn frekari áherslu á þessi mál.

Hér að neðan má svo sjá myndir sem sýna helstu niðurstöður rannsóknarinnar

Mynd 1: Viðmið Sjálfbærniássins

Mynd 2: Heildarmeðaltal markaða

Mynd 3: Meðaltal fyrirtækja

Mynd 4: Meðaltal fyrirtækja eftir mörkuðum
Sambíó

UMMÆLI