NTC

Samherji lækkar jólabónus milli ára

ua_img_3579

Starfsmenn Samherja í landi fá 150 þúsund krónur aukalega við umsamda desemberuppbót

Starfsmenn Samherja í landi fengu í dag greiddan árlegan jólabónus. Annað árið í röð er skerðing á jólabónusum starfsmanna. Í fyrra voru greiddar 200 þúsund krónur ofan á umsamda desemberuppbót en upphæðin hefur nú lækkað um 50 þúsund krónur niður í 150 þúsund.

Árið 2014 fengu starfsmenn Samherja í landi 450 þúsund króna launauppbót í desember ofan á umsamda desemberuppbót. Jólauppbótin það árið fór með því yfir 500 þúsund. Árin 2011 til 2013 fengu starfsmenn svipaðar upphæðir í launa- og desemberuppbót, eða frá tæplega 400 upp í 500 þúsund krónur.

Ástæður lækkunarinnar eru óljósar en reikna má með að styrking krónunnar hafi sitt hvað að segja.

Kristján Sigurólason starfsmaður Samherja segist þó ekki geta kvartað í samtali við Kaffið. ,,Þakklæti er mér efst í huga en það er ekki sjálfgefið að þeir gefi okkur jólabónus hvert ár. Þessi lækkun er þó væntanlega út af gríðarsterkri krónu og vinir mínir á sjónum virðast aldrei fá nóg ,en krónan er náttúurlega að bíta þá í rassinn líka. Miklu nær að að við ræflarnir í landi færum í verkfall.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó