Samherji fiskeldi ehf. hefur gert samninga við HS Orku um uppbyggingu laxeldis á landi í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun. Þetta kemur fram á vef Samherja.
Þar segir að félagið hafi tryggt sér aðgang að sjó og raforku til að framleiða allt að 40.000 tonn af laxi á landi árlega. Þá hefur Samherji fiskeldi samið við landeigendur vegna uppbyggingarinnar sem áætlað er að taki sér stað í þremur áföngum á næstu 11 árum. Heildarfjárfesting er áætluð ríflega 45 milljarðar króna. Markmiðið með landeldinu er að framleiða heilnæma gæða vöru með lágu vistspori.
Almennur kynningarfundur verður um verkefnið í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í dag, 16. júní í kl 14:00. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna inn á vef Samherja.
UMMÆLI