NTC

Samherji byggir nýtt fiskvinnsluhús á Dalvík fyrir þrjá og hálfan milljarð

Mynd: Samherji.is

Í dag var undirritaður samningur um lóð fyrir nýtt fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík. Áætluð verklok eru í lok árs 2018. Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.

Áætlaður kostnaður er þrír og hálfur milljarður króna en Bjarni Th Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að uppbygging sem þessi hafi mikla þýðingu fyrir Dalvíkurbyggð.

Reiknað er með að framkvæmdir hefjist á þessu ári.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó