Samherji býður öllum starfsmönnum og mökum til Póllands

Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, eigendur Samherja. Mynd: vb.is

Þrjár þotur Icelandair fóru frá Akureyrarflugvelli til Gdansk í gær og sú fjórða fór í dag með starfsmenn Samherja og maka þeirra en árshátíð Samherja verður haldin með pompi og prakt í Póllandi þetta árið. Óvenju mik­il um­ferð var um Ak­ur­eyr­arflug­völl í gær sökum þessa og hef­ur ekki verið jafn þétt á ein­um degi síðan Eyja­fjalla­jök­ull gaus árið 2010, að sögn Hjör­dís­ar Þór­halls­dótt­ur, flug­vall­ar­stjóra á Ak­ur­eyri.

Fimmta þotan fer svo í dag frá Keflavíkurflugvelli með fleiri starfsmenn til Póllands en alls eru um 900 manns skráðir í árshátíðarferðina. Eins og kunnugt er heldur Samherji veglega árshátíð fyrir starfsmenn sína annað hvert ár en yfirleitt hefur hún verið haldin í íþróttahöllinni á Akureyri þar sem starfsmönnum er boðið upp á hátíðarkvöldverð með glæsilegum veitingum. Þetta er í fyrsta skiptið sem Samherji heldur árshátíðina í Póllandi en það hefur vakið mikla kátínu meðal starfsmanna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó