Samfylkingin hefur upp á síðkastið boðað til fjölda opinna funda um heilbrigðismál um land allt. Fundirnir eru opnir öllum og liður í nýju og umfangsmiklu málefnastarfi sem Kristrún Frostadóttir formaður flokksins kynnti á dögunum. Fjórir slíkir fundir um heilbrigðismál verða á Norðurlandi í vikunni og fara þeir fram á eftirfarandi stöðum:
Múlabergi á Akureyri<https://www.facebook.com/events/3554190194857428/>- kl. 12:00, miðvikudag 12. apríl.
Menningarhúsinu Bergi á Dalvík<https://www.facebook.com/events/178818748330116/>- kl. 17:00, miðvikudag 12. apríl.
Salur Einingar-Iðju á Siglufirði<https://www.facebook.com/events/967219194455126/>- kl. 20.00, miðvikudag 12. apríl.
Gamli Baukur á Húsavík-<https://www.facebook.com/events/1315879292674391/> kl. 12:00, fimmtudag 13. apríl.
Heilbrigðismálin efst á blaði
„Heilbrigðismálin og öldrunarþjónustan verða í forgrunni hjá okkur núna og alveg fram á haust. Fyrst förum við af stað með hátt í fjörutíu opnum fundum með fólkinu í landinu. Svo erum við með stýrihóp sem leiðir vinnuna og fundar líka með fólki af gólfinu og öðrum sérfræðingum úr heilbrigðiskerfinu,“ segir Kristrún.
Norðlendingur í stýrihópnum
Á hverjum fundi verða fulltrúar úr stýrihópi Samfylkingarinnar um heilbrigðis- og öldrunarþjónustu auk forystufólks flokksins á Alþingi og í sveitarstjórnum. Stýrihópinn um heilbrigðismál skipa Anna Sigrún Baldursdóttir sem er formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Akureyringurinn Sindri Kristjánsson. Logi Einarsson og Sindri Kristjánsson verða á fundunum á Norðurlandi.
Öllum velkomið að taka þátt
Kristrún leggur áherslu á að öllum sé velkomið að mæta á fundina og taka þátt. Ekki verði spurt um flokksskírteini fólks. „Nú erum við að opna flokkinn og leggjum áherslu á að taka samtal við fólkið í landinu. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu,“ segir Kristrún og bætir að lokum við: „Ert þú með sérþekkingu í heilbrigðismálum eða reynslu af gólfinu? Eða ertu almennur borgari sem vill sjá breytingar til hins betra í heilbrigðismálum á Íslandi? Þá viljum við fá þig með í samtalið.“
UMMÆLI