Samfélagsstyrkir Krónunnar á Norðurlandi 

Samfélagsstyrkir Krónunnar á Norðurlandi 

Krónan styður við samfélagstengd verkefni með áherslu á æskulýðs- og ungmennastarf. Við styrkjum verðug samfélagsverkefni á hverju ári, í gegnum styrki, viðburði og samstarfsverkefni. Liður í því er Samfélagsstyrkur Krónunnar, sem veittur er ár hvert til verkefna í nærumhverfi verslana sem stuðla að bættri lýðheilsu eða umhverfismálum með áherslu á yngri kynslóðina.

Í fyrra hlutu tvö verkefni á Akureyri styrk en þetta er í þriðja sinn sem Krónan veitir samfélagsstyrki á Norðurlandi með komu verslunar Krónunnar sem opnaði á Akureyri haustið 2022.

Reiðskólinn í Ysta-Gerði hlaut styrk verkefni þar sem börnum með sérþarfir eða greiningar var boðið í hesthúsið eftir skóla. Markmið verkefnisins var m.a. að efla sjálfstraust barnanna í rólegu og vinalegu umhverfi í nánd við hesta og önnur dýr.

Að auki hlaut Skautafélag Akureyrar styrk til kaupa á svokölluðum leikjapúðum sem nýtast á svellinu til að fleiri ungir iðkendur geti æft þar á sama tíma.

Fresturinn til að sækja um er til 31. ágúst. Sjá meira hér: www.kronan.is/styrkir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó