Höfðinginn Fluffy skrifar:
Samfélag manna og dýra á að vinna saman. Viturlegra væri að stjórnendur bæjarins myndu vinna með þvi fólki sem hefur starfrækt kattaraðstoð hér í bæ í árafjölda, en að koma með útivistarbönn það er ekki samvinna við bæjarbúa og hvert eitt samfélag á að vinna saman að velferð manna og dýra.
Höfðinginn Fluffy vill koma því á framfæri að hann mótmælir harðlega útivistarbanni katta í Akureyrarbæ. Ég er fæddur og uppalin á Akureyri í sátt við menn og dýr, síðan flutti ég suður og bjó þar í mörg ár við góðan orðstýr og gekk um úti eftir þörfum, en eigendur mínir fluttu síðan í hús, sem ekki var hægt að komast út og það líkaði mér ekki, svo ég flutti aftur á fæðingarslóðir mínar á Akureyri. Ég hef búið hjá henni fóstru minni síðustu 4 árin og er orðinn 13 ára gamall og er vanur útivist enda bráðnauðsynlegt að hafa útivist jafnt fyrir okkur kettina sem og mennina. Fóstra mín vandi mig á að fara á göngu og þá var valin leið sem bílaumferð er ekki, því þessir bílar eru stór hættulegir okkur jafnt sem þeir skaða líka fólk stundum.
Í gönguferðum þessum klifra ég í trjám og brýni þar klær mínar og viðheld vöðvastyrk mínum, teiga að mér ferskt loft og fæ mér græn strá á sumrin. Oft mæti ég velunnurum mínum sem gefa mér klapp og klór og þá velti ég mér með ánægju við þá sem gefa mér athygli. Eftir þessi ár er ég orðin svo þjálfaður að ég fæ að fara út einn að deginum en það er alltaf útisvistar bann hjá fóstru á nóttu og fer þá þann hring sem fóstra hefur alið mig upp við og ég á orðið margar kisur sem vini hér í götunni minni, þær koma stundum í heimsókn til mín og eru mjög kurteisar og ég læt alltaf lítið fyrir mér fara er þær koma í heimsókn, því þær þurfa að skoða svo margt enda vita flestir að lyktnæmi okkar dýranna er mun skarparar en ykkur mannanna.
Gull falleg þrílit læða kom næstum daglega í heimsókn til mín meðan hún gekk með kettlingana sína, býr fáeinum húsum frá mér, ég var svo kurteis við hana að ég hneigði haus og hélt rófunni niðri er hún skoðaði alt hjá mér og stundum hvíldi hún sig í körfunni minni. Meðan ferðamenn voru hér á göngu fann ég góðan stað að sitja á grindverki hjá Glerá og þá fékk ég einstaka athygli þeir voru alltaf með eitthvað tæki sem þeir beindu að mér og ég náttúrlega sýndi þeim hve stældur og flottur köttur ég er svo fékk ég alltaf klapp og klór í lokin.
Eitt sinn kom einhver Akureyskur rosa ljósmyndari með heil mikil tæki á bumbunni á sér og mér leyst vel á hann svo ég velti mér fyrir framan lappir hans, en það var eins og hann vildi ekki leika bara þessir smellir í tækinu hans svo ég stökk inn í garðinn minn og hann á eftir mér, þá varð mér nóg um og forðaði mér undir runnana. Snemma á haustin eru miklar annir, vegna þá koma mýs í hópum að týna sér ber til vetrarforða, er þær koma nálægt húsinu mínu þá fer ég á veiðar og vinn það verk svipað og mennirnir, klippi bara af þeim hausinn og skil þær svo eftir á tröppunum, fóstra getur séð um þetta.
Ég hvæsi á Starra er þeir koma í stórum hópum eru oft á þökum húsa og mér er ekki vel við þá og ekki krumma, hann hefur steypt sér ofan á mig og reynt að setja klærnar í pelsinn minn svo ég forðast hann. Svo er mikið fuglalíf á haustin það kemur fyrir ég veiði einn og einn fugl en þá hef ég sömu aðferð og mennirnir klippi hausinn af þeim og færi fóstru, en það eru oft svo mikil læti í fuglunum og þeir drulla út um allt eru ekki þrifin dýr á haustin er vist vegna þeir éta yfir sig af berjum og skella hér á glugga. Ég geri þarfir mínar oftast utan dyra og klóra þá vel yfir vegna allt tilheyrir þetta jörðinni okkar sem við lifum á. Svo merki ég suma staði sú athöfn fer þannig fram að ég sný baki og lyfti upp rófunni, set hana í hring eins og Íslenski hundurinn hefur rófuna sína og sprauta smá af þvagi á þann stað sem ég vil merkja mér, þetta á oft við tré sem ég klifra í og aðra staði.
Til er fólk sem er mér ekki vinveitt ég finn það á lyktinni í fjarlægð, þá forðast ég það komi það nálægt mér þá sný ég mér við og nota merkiaðferð mína, það virkar það færir sig í burt en þetta er bara einstaka mannvera. Það er gott samfélag þar sem menn og dýr koma vel fram við alla, við dýrin erum jafn nauðsynleg og mennirnir í allri náttúrunni okkar sem okkur ber að ganga vel um og virða.
UMMÆLI