Sameining Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri

Sameining Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri

„HA og SVS hafa unnið náið saman um árabil og eiga nú þegar í margvíslegu samstarfi um kennslu og rannsóknir. Með samrunanum skapast tækifæri til að efla enn frekar gjöfult samstarf innan sameinaðrar stofnunar og starfsfólk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar lítur björtum augum til framtíðarinnar,“ segir á vefsíðu HA, unak.is, þar sem fjallað er nánar um sameininguna.

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, fagnar sameiningunni. „Landfræðilegt mikilvægi Norðurheimskautsins fer vaxandi ásamt hlutverki Íslands á svæðinu og hefur það leitt til vaxandi eftirspurnar eftir hágæða upplýsingum og sérþekkingu. Norðurslóðastefna Íslands skilgreinir Akureyri sem miðstöð íslenskrar þekkingar og alþjóðlegrar sérfræðiþekkingar í málefnum Norðurslóða. Samruninn við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, stofnun sem er þekkt og virt á alþjóðavettvangi, mun hjálpa til við að skýra áherslur og samræmingu í starfi skólans hvað varðar norðurslóðir. Þetta skref er svo sannarlega í þá átt að við vinnum áfram að því að efla sérstöðu okkar í málefnum norðurslóða og ég fagna því.“

Stofnunin verður séreining innan skólans sem mun heyra undir Hug- og félagsvísindasviðs og verður áfram með aðalskrifstofur í Borgum, rannsókna- og nýsköpunarhúsi sem staðsett er á háskólasvæðinu. Á háskólasvæðinu hefur þróast samfélag og lifandi miðstöð stofnana sem vinna að norðurslóðamálum enda Akureyri skilgreind sem miðstöð norðurslóðamálefna Íslands í Norðurslóðastefnu Íslands.

Sambíó
Sambíó