NTC

Salt Pay völlurinn getur ekki talist Þór til tekna í umræðu um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Salt Pay völlurinn getur ekki talist Þór til tekna í umræðu um uppbyggingu íþróttamannvirkja

Uppbygging íþróttamannvirkja hefur verið til umræðu í íþróttasamfélaginu á Akureyri undanfarnar vikur og ljóst að þónokkur íþróttafélög í bænum telja sig vera að dragast verulega aftur úr í aðstöðumálum samanborið við önnur félög á landinu.

Arnar Geir Halldórsson bendir á að Þórsvöllur geti vart talist fótboltavöllur í færslu á Facebook síðu sinni í dag en Arnar er yfirþjálfari yngri flokka hjá Þór. Meistaramót í frjálsum íþróttum fer fram á Þórssvæðinu um helgina.

Færsluna í heild má sjá hér að neðan:

Eini gras fótboltavöllurinn á Akureyri sem er að nálgast það að verða tilbúinn 12.júní (samt langt frá því) liggur nú um helgina undir skemmdum frá spjótum, kringlum og sleggjum.

Þessi völlur er talinn Þór til tekna í umræðu og íþróttamannvirkjaskipulagi á Akureyri. Hvergi annars staðar myndi slíkur völlur teljast boðleg aðstaða fyrir fótboltalið en á Akureyri er þetta talin úrvals aðstaða fyrir lið í efstu deild (Þór/KA) og næstefstu deild (Þór).

Þetta er frjálsíþróttavöllur, eflaust fínn sem slíkur og fín aðstaða fyrir UFA, sem er flott. Hann getur þó engan veginn talist Þór til tekna í umræðu um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Akureyri þar sem frjálsar íþróttir eru ekki ein af þeim fjölmörgu íþróttagreinum sem eru stundaðar innan félagsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó