Saka Samherja um svik

Samherjamenn neita sök

Samherjamenn neita sök


Fimmtán namibísk fyrirtæki saka dótturfyrirtæki Samherja um að svíkja nærri milljarð króna út úr sameiginlegu útgerðarfyrirtæki þeirra. RÚV
greinir frá þessu en fréttin kom fyrst fram í namibíska blaðinu Confidénte.

Í frétt namibíska blaðsins segir að fimmtán fyrirtæki sem starfað hafa með íslenska félaginu Esja Fishing saki íslenska félagið um að taka 954 milljónir króna út af reikningum félagsins Arcticnam Investments. Félagið er í sameiginlegri eigu namibísku félaganna og Esju.

Fullyrt er í sömu grein að namibísku fyrirtækjunum hafi verið meinaður aðgangur að bankareikningum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hafnar öllum ásökunum sem settar eru fram í yfirlýsingu til fréttastofu RÚV. Þar sakar hann  namibíska blaðið einnig um að reyna að skemma samstöðu hluthafa félaganna.

UMMÆLI