SAk gefur út rafrænt fréttabréf

SAk gefur út rafrænt fréttabréf

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur gefið út rafrænt fréttabréf, Sjúkrahúspóstinn, sem er ætlað að veita bæði starfsfólki og almenningi innsýn í þá starfsemi sem fer fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

„Grunngildi SAk eru öryggi, samvinna og framsækni. Öflug og markviss upplýsingagjöf getur skipt miklu máli til að vinna að þeim grunngildum okkar. Í dagsins önn einbeitir fólk sér skiljanlega að sínum störfum og gerir það af mikill fagmennsku. Það getur þó einnig verið gagnlegt og fróðlegt fyrir okkur öll að vita meira um það sem aðrir eru að fást við innan SAk, þeirrar heildar sem við öll tilheyrum. Ég hlakka til að sjá Sjúkrahússpóstinn þróast og verða vettvangur fyrir öfluga upplýsingagjöf, fræðslu og innblástur. Ég hvet ykkur öll til þess að fylgjast með og taka þátt,“ skrifar Hildigunnur Svavarsdóttir í inngangsorðum fyrsta tölublaðs Sjúkrahússpóstsins.

Fyrsta tölublað Sjúkrahússpóstsins má lesa með því að smella hér.

Sambíó
Sambíó