Saint Pete og Ágúst tilnefndir sem nýliðar ársins

Saint Pete og Ágúst tilnefndir sem nýliðar ársins

Akureyringurinn Pétur Már Guðmundsson, Saint Pete, og Húsvíkingurinn Ágúst Þór Brynjars eru á meðal þeirra sem eru tilnefndir sem nýliðar ársins á Hlustendaverðlaununum 2025 sem verða haldin fimmudaginn 20. mars næstkomandi. Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin fer fram.

Saint Pete gaf út sitt fyrsta lag, Akureyri, árið 2024 og fylgdi því eftir með plötunni Græni Pakkinn sem sendi frá sér plötuna Græni Pakkinn á síðasta ári. Platan sló í gegn og öll sex lög plötunnar fóru beint á topplista Spotify yfir mest spiluðu lög Íslands.

Sjá einnig: Græni pakki Saint Pete beint á toppinn

Ágúst Þór Brynjarsson er 25 ára tónlistarmaður búsettur á Akureyri. Hann gaf út sitt fyrsta lag, Með þig á heilanum, 18. október 2024. Ágúst mun í ár taka þátt í Söngvakeppninni með lagið Eins og þú/Like you.

Sjá einnig: Sagði upp vinnunni til að elta drauminn og gefur nú út sitt fyrsta lag

Útvarpsstöðvarnar Bylgjan og FM957 standa í sameiningu að verðlaununum sem verða haldin á Nasa að þessu sinni. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi.

Í tilkynningu frá útvarpsstöðvunum segir að markmið verðlaunanna sé að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.

Í flokknum Nýliði ársins eru eftirfarandi tilnefnd:

  • Arnþór og Bjarki
  • Ágúst
  • Frumburður
  • HúbbaBúbba
  • Klara Einars
  • NUSSUN
  • Saint Pete

Hægt er að kjósa og sjá aðrar tilnefningar á Vísi.is með því að smella hér.

Sambíó
Sambíó