Saint Pete gefur út lagið Akureyri

Saint Pete gefur út lagið Akureyri

Tónlistarmaðurinn Pétur Már Guðmundsson, sem gengur undir listamannanafninu Saint Pete, sendi frá sér lagið Akureyri nú í lok desember.

Pétur og Hreinn Orri Óðinsson sem eru saman á myndinni sem fylgir fréttinni hafa unnið að tónlist saman undanfarin ár. Akureyri er fyrsta lagið sem þeir gefa út en tónlist þeirra hefur vakið töluverða athygli á tónleikum undanfarin ár og mörg beðið spennt eftir því að þeir gefi út lög.

Pétur fær síðan KÁ-AKÁ og Úlf Úlf til liðs við sig í laginu. Hann hefur unnið töluvert með hip-hop tvíeykinu Úlf Úlf í gegnum tíðina og flytur meðal annars erindi í laginu Úrið mitt er stopp, Pt. 3 á nýjustu plötu þeirra Hamfarapopp. Auk þess hefur hann reglulega hitað upp fyrir tónleika þeirra og komið fram með þeim.

„Saint Pete er einn skemmtilegasti rappari á Íslandi í dag og verður sá besti ef hann heldur almennilega á spöðunum, ég rétti honum lyklana af rap game-inu á Akureyri með því loforði að hann haldi því á lofti,“ segir KÁ-AKÁ, Halldór Kristinn Harðarson, um Saint Pete.

Hlustaðu á lagið Akureyri hér:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó