beint flug til Færeyja

Sagnalist með Adda & Binna – JFK1

Sagnalist með Adda & Binna – JFK1

Addi og Binni minnast þess að 60 ár eru liðin frá morðinu á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta í Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963. Þeir félagar skauta hratt yfir líf og pólitískan feril JFK í tveimur hlaðvarpsþáttum. Þeir rýna í heimildir m.a. frá Hvíta húsinu sem tengja Kennedy við Ísland og Íslendinga og spila tónlist sem frægir tónlistarmenn hafa samið um forsetann og ódæðið í Dallas.


Í þessum fyrri þætti af Sagnalist með Adda & Binna – JFK beina Addi og Binni sjónum sínum að fyrri árunum tveimur sem Kennedy sat í forsetastóli, árin 1961 og 1962.

Sambíó

UMMÆLI