Saga Travel tekið til gjaldþrotaskiptaMynd: Saga Travel/Facebook.

Saga Travel tekið til gjaldþrotaskipta

Ferðaþjónustufyrirtækið Saga Travel hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið, sem stofnað var 2009, er á Akureyri og hefur síðustu ár verið umfangsmikið í skipulagningu dagsferða fyrir ferðamenn á Akureyri, í Mývatnssveit og í Reykjavík auk þess að bjóða upp á sérstakar ferðir um land allt. Þessu greinir Rúv frá.

Samkvæmt framkvæmdarstjóra félagsins, Baldvini Esra Einarssyni, í bréfi sem hann sendi til leiðsögumanna sem starfa hjá Saga Travel, er ástæða gjaldþrotsins sú að ekki tókst að fjármagna tekjuleysi næstu vikna og mánaða. Þá hafi lausafjárstaðan ekki verið sterk og tilraunir til að fá lánsfé og aukið hlutafé borið engan árangur.

Um 15 manns störfuðu hjá fyrirtækinu auk leiðsögumanna og fleiri verktaka svo áætlað er gjaldþrotið hafi kostað um 30 starfsmenn og verktaka vinnu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó