NTC

Safnar fyrir plötuútgáfu á netinu

Stefán Elí er ungur tónlistarmaður frá Akureyri. Stefán gaf út sitt fyrsta lag, Spaced Out, í desember 2016 og hefur verið að gefa út efni reglulega síðan þá. Á dögunum setti hann af stað söfnun inni á Karolina Fund söfnunarsíðunni til að fjármagna útgáfu á komandi plötu.

Fólk getur pantað geisladiska, vínylplötur, boli, miða á útgáfutónleika og fleira inni á síðunni. Núna eru einungis örfáir dagar eftir af söfnuninni og Stefán þarf virkilega á ykkar hjálp að halda.

,,Til þess að allir fái það sem þeir panta þurfum við að safna upp að settu marki sem er 3000 evrur, ef það tekst ekki er ekki víst að allt sem við viljum gera í kringum útgáfuna verði að veruleika. Þess vegna bið ég alla eins fallega og ég get um að hjálpa mér með því að panta sér eitthvað inni á síðunni,”  segir Stefán

Hægt er að smella hér til þess að skoða söfnun Stefáns.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó