Safnar fyrir leikjatölvu með bókaútgáfuMynd: Trölli.is

Safnar fyrir leikjatölvu með bókaútgáfu

Jakob Friðriksson Líndal er 9 ára snillingur, frá Lækjamóti í Húnaþingi Vestra, sem fer sínar eigin leiðir til að láta drauma sína rætast. Hann hefur lengi langað í leikjatölvu en foreldrarnir voru ekki alveg á sama máli svo hann ákvað að gera eitthvað í málunum. Móðir hans, Sonja Líndal Þórisdóttir birti mynd af honum á Facebook síðunni sinni með eftirfarandi texta 

“Þessi athafnasami ungi maður skrifaði myndasögubók og hefur nú fjölfaldað hana, með það að markmiði að selja eintakið á 250 kr. þar sem hann er að safna sér fyrir leikjatölvu (sem erfiðu foreldrar hans hafa aldrei látið eftir honum). Hann langar að spyrja hvort einhver hérna vilji kaupa?”.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og það bókstaflega rigndi inn pöntunum. Þáttastjórnendur Gestaherbergisins (á FM Trölli) hringdu í Jakob til að heyra meira um þetta: 

– Afhverju ákvaðstu að skrifa bók og selja? 
– Útaf því að ég er að safna mér upp í Nintendo Switch. 

Bókin heitir Poopy Farts og er myndabók með smá enskum texta því að Jakobi finnst skemmtilegra að hafa hana á ensku. Nafnið kom bara fyrst upp í heilann á honum. Og hann er strax farinn að plana Poopy Farts 2!

Að sögn móður hans er hann líklega búinn að selja um 60 bækur sem á eftir að ganga frá og afhenda. Við óskum Jakobi enn og aftur til hamingju með bókina og hvetjum hann til að halda áfram á sömu braut. Hægt er að hlusta á viðtalið í Gestaherberginu næstkomandi þriðjudag kl. 17 – 19. 

Umfjöllun: Trölli.is

VG

UMMÆLI

Sambíó