NTC

Safnaði hátt í 60 undirskriftum fyrir hundagerði í Hrísey

Safnaði hátt í 60 undirskriftum fyrir hundagerði í Hrísey

Stefán Pétur Bragason, ungur Hríseyingur, og hundurinn hans Max-Gormur hittu Ásthildi Sturludóttir, bæjarstjóra á Akureyri á föstudaginn. Stefán vill fá hundagerði í Hrísey þar sem lausaganga hunda er bönnuð á eyjunni. Þetta kemur fram á RÚV.

„Þeir verða að fá eitthvað svæði til að vera lausir og fá að hlaupa um,“ segir Stefán í samtali við RÚV. Hann safnaði hátt í 60 undirskriftum í Hrísey frá íbúum og eigendum sumarhúsa á eyjunni.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri segir í samtali við RÚV að erindi hans verða skoðað með opnum huga.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó