NTC

Safna fyrir sýrlensk systkini

-

Auður Hanson birti á Facebook síðu sinni færslu þar sem hún biðlar til vina sinna að hjálpa sér og fjölskyldu sinni að styrkja sýrlensk systkini sem eru í flóttamannabúðum í Líbanon. Börnin eru 18, 16,  14 og 7 ára gömul og búa í tjaldi. Þeim vantar hitara, hlý föt, mat og nauðsynjar.

,,Við kynntumst þessum börnum í gegnum Humanwire, þar sem við höfum áður styrkt Sýrlenska flóttamanna fjölskyldu. Ég biðla til allra vina minna að gefa smá til þessara söfnunar og/ eða deila þessari söfnun sem mest. Margt smátt gerir eitt stórt og hver einasta króna fer beint til barnanna, það er enginn milliliður. Vetrarnætur eru kaldar í Líbanon, börnunum vantar hitun, teppi, föt,“ skrifar Auður.

Á þessari slóð má styrkja systkinin: https://www.humanwire.org/cause/majd-majed-and-mohamad/ 

Hér má sjá færslu Auðar í heild:

Sambíó

UMMÆLI