Framsókn

Safna fyrir Garðinum hans Gústa

Safna fyrir Garðinum hans Gústa

Garðurinn hans Gústa er verkefni sem nokkrir vinir Ágústar H. Guðmundssonar settu af stað fyrr á árinu. Markmiðið er að reisa veglegan körfuboltavöll við Glerárskóla. Þegar völlurinn er full kláraður fær Akureyrarbær völlinn afhentan í nafni Ágústar. 

„Ágúst var mikill körfuknattleiksunnandi og markaði djúp spor í sögu íþróttarinnar hér í bæ. Ásamt því að spila á sínum yngri árum fyrir Þór var Ágúst þjálfari hjá félaginu til fjölda ára og er sigursælasti þjálfari þess frá upphafi. Flestar æfingar og leiki þjálfaði Ágúst í íþróttahúsinu við Glerárskóla og því finnst okkur við hæfi að völlurinn rísi við þann skóla.  Ágúst var harður Boston Celtics aðdáandi og því lá það beinast við að körfuboltavöllurinn fengi nafnið Garðurinn en heimavöllur Boston Celtics kallast TD Garden,“ segir um Ágúst á Facebook-síðu verkefnisins.

Vinir Ágústar hafa ákveðið að fara af stað með söfnun og markmiðið er að safna fyrir helming kostnaðarins fyrir garðinn en Akureyrarbær mun leggja til hinn helminginn.

Reikningsnúmer söfnunarinnar er 0302-26-000562. Kennitala: 420321-0900.

Sambíó

UMMÆLI