Eins og Kaffið hefur greint frá var ekið á unga stúlku á Hörgárbraut síðastliðinn laugardag. Stúlkan, Vilborg Freyja, margbrotnaði í slysinu og þurfti meðal annars í aðgerð á læri og kjálka. Ljóst er að hún þarfnast mikillar aðhlynningar næstu vikur/mánuði.
Vinir fjölskyldu stúlkunnar hafa sett af stöð söfnun fyrir hana til að brúa bilið meðan á ferlinu stendur en ljóst er að fjölskyldan þarf að dvelja um óákveðinn tíma í Reykjavík þangað til Vilborg verður útskrifuð af spítalanum. Þessu fylgir vinnutap og kostnaður sem að vinir fjölskyldunnar vilja gjarnan hjálpa til með.
,,Ég þekki sjálfur tekjutapið sem hlýst af slysum og því sem því fylgir og barningnum við að fá útúr tryggingum ef það er réttur á því, en það getur tekið laaaaaangan tíma,“ segir í færslunni.
Þeir sem vilja aðstoða fjölskylduna geta lagt inn á reikning: 0162-26-011689, kt 1612862739
UMMÆLI