Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign – síðustu sýningarMynd/Listasafnið á Akureyri

Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign – síðustu sýningar

Framundan eru síðustu dagar sýningarinnar Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign, en sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag.

Á sýningunni vinna listakonan Hildigunnur Birgisdóttir og sýningarstjórinn Jón B. K. Ransu með safneign Listasafnsins. Hildigunnur er þekkt fyrir að nota söfnun og skrásetningu sem hluta af listsköpunarferli sínu. Safn, í þessum skilningi, hefur því tvöfalda merkingu: annars vegar er það eignin sem Listasafnið á Akureyri hefur sankað að sér og hins vegar listaverk eftir Hildigunni Birgisdóttur.

VG

UMMÆLI

Sambíó