Landsréttur hefur ákveðið að kona á Norðurlandi skuli sæta nálgunarbanni í sex mánuði gegn barnsföður sínum, en konan hefur síðasta hálfa árið sent barnsföður sínum 1277 sms og hringt 572 sinnum í hann. Skilaboðin innihalda svívirðingar og áreiti í garð brotaþola og unnustu hans.
Lögreglan hefur haft afskipti af konunni áður og ekkert bendir til þess að hegðun hennar skuli breytast og telur því Lögreglustjórinn á Norðurlandi að ekki sé hægt tryggja frið brotaþola á annan hátt en með nálgunarbanni.
Lögmaður konunnar telur að líta yrði til þess að þau ættu barn saman og að þau þurfi því að vera í samskiptum. Hann telur einnig að maðurinn upplifi skilaboðin ekki sem rof á friðhelgi sinni þar sem hann hefði hvorki kvartað yfir þeim né beðið varnaraðila að láta af þeim.
UMMÆLI