Í gærkvöldi mættust bæði karla og kvennalið SA í meistaraflokki, Fjölni og fóru með sigur af hólmi. Leikur kvennanna fór í framlengingu eftir að Fjölnir forystu í 3. leikhluta með marki frá Kolbrúnu Garðarsdóttur eftir sendingar frá Berglindi Leifsdóttur og Hilmu Bergsdóttur. Skömmu síðar jafnaði svo Amanda Bjarnadóttir leikinn fyrir SA og þannig var staðan eftir venjulegan leiktíma. Leikurinn fór svo í vítaspyrnukeppni þar sem SA bar sigur úr býtum eftir mörk frá Önnu Sonju Ágústsdóttur, Kolbrúnu Björndóttur og Silvíu Björgvinsdóttur. Hilma Bergsdóttir skoraði skoraði eitt mark í vítakeppninni fyrir Fjölni.
Leikur karlanna fór 5-2 og má lesa lýsingu frá vef SA hér að neðan
„Fjölnir opnaða markareikninginn í „power play“ um miðbik lotunnar en þar var á ferðinni Vignir Svavarsson eftir undirbúning frá Emil Alengård og Viggó Hlynssyni. Heiðar Jóhannsson jafnaði svo leikinn með glæsilegu marki undir lok lotunnar með stuðningi frá Degi Jónassyni og Andra Sverrissyni.
Í 2. lotu gekk ýmislegt á en í byrjun lotunnar varð óhapp hvar Sæmundur Leifsson aðaldómari leiksins steinrotaðist og var fluttur á spítala. Hlé varð gert á leiknum og Guðni Helgason, sem var annar tveggja línudómara í leiknum, var uppfærður í aðaldómara og Sigrún Agatha Árnasdóttir, sem var ljúka leik í kvennadeildinni, skellti sér í línudómaragallann, enda alvön því hlutverki.
Þegar leikurinn hófst að nýju bætti Viggó Hlynsson við öðru marki fyrir Fjölni eftir undirbúning Emils Alengård en lengra komust Fjölnismenn ekki. SA bætti við tveimur mörkum fyrir lok lotunnar, fyrst var það fjórða lína sem lagði sitt af mörkum með marki frá Pétri Sigurðssyni eftir sendingu frá Ágústi Mána Ágústssyni og svo var það fasteignasalinn Gunnar Arason sem náði forystunni eftir sendingar frá Jóhanni Leifssyni og Una Blöndal.
Þriðju lotuna byrjuðu okkar menn svo að krafti og skorðu tvö mörk á fyrstu þremur mínútunum og gulltryggðu sigurinn. Fyrst var það Halldór Skúlason sem skoraði eftir sendingar frá Andra Sverris og Heiðari Jóhanns. Lokamark leiksins skoraði svo Uni Blöndal eftir sendingu frá Gunnari Arasyni.“
UMMÆLI