Gæludýr.is

SA Víkingar deildarmeistarar 2019Mynd: Ásgrímur Ágústsson

SA Víkingar deildarmeistarar 2019

SA Víkingar tryggðu deildarmeistara titilinn um helgina þegar liðið tóku á móti Birninum. SA Víkingar unnu 10 af 12 leikjum í deildarkeppninni í vetur. Þá vann liðið einnig 4 af 6 leikjum sínum í Evrópukeppninni í haust.

Meistaraflokkur Bjarnarins mættu grimmir til leiks og létu hafa talsvert fyrir sér, staða leiks eftir hefbundinn leiktíma var jöfn og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit.  Sigur SA Víkinga blasti við eftir gullmark Jussi Sipponen rétt eftir af framlenging hófst.

Eftir leik steig formaður Íshokkísambands Íslands, Helgi Páll Þórisson, á ísinn og afhenti nýjan deildarmeistarabikar til SA Víkinga. Bikarinn er farandbikar sem verður hjá Skautafélagi Akureyrar næsta árið.

Úrslitakeppnin hefst í mars.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó