Gæludýr.is

SA vann riðilinn í Evrópukeppninni – Sögulegt afrek í íshokkí á ÍslandiSA Víkingar eru Íslandsmeistarar 2018. Mynd: Þórir Tryggvason.

SA vann riðilinn í Evrópukeppninni – Sögulegt afrek í íshokkí á Íslandi

SA Víkingar spiluðu síðasta leikinn í riðli sínum í Evrópukeppninni í íshokkí í gær á móti ísraelska liðinu HC Bat Yeam. Leikurinn fór 2:0, SA í vil en þetta er þeirra þriðji sigur í riðlinum. Á föstudag unnu þeir búlgarska meist­araliðið Ir­bis-Ska­te 5:4, eft­ir víta­keppni. Á laugardaginn spiluðu þeir sinn annan leik gegn Tyrknesku meisturunum Zeytinburnu Belediyesport og tryggðu sig þannig áfram í 3. umferð Evrópukeppninnar þegar þeir unnu leikinn 6:1, strax þá komnir með 5 stig í farteskið.

SA víkingar eru núverandi íslandsmeistarar og eru nú í sinni fyrstu Evr­ópu­keppni. UMFK Esja lék í sömu keppni fyr­ir ári og hafði þá eitt stig upp úr sín­um þrem­ur leikj­um.
Því er um sögulega stund að ræða í íslensku íshokkí með þessari frammistöðu en næsta umferð fer fram í Riga í október.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó