NTC

SA marði sigur í háspennuleik

Mynd tekin af www.sasport.is

Mynd tekin af www.sasport.is

SA Víkingar fengu Skautafélag Reykjavíkur í heimsókn í Skautahöllina á Akureyri í kvöld og unnu heimamenn 2-1 sigur í hörkuleik.

Ekki er langt síðan sömu lið mættust í Reykjavík og þá höfðu Akureyringar algjöran yfirburðasigur, 0-10 og var snemma ljóst að Reykjavíkurliðið ætlaði að leggja allt í sölurnar til að hefna fyrir þá niðurlægingu í kvöld.

Kári Guðlaugsson kom gestunum yfir í fyrsta leikhluta en gamla brýnið Sigurður Sigurðsson náði að jafna fyrir heimamenn áður en fyrsta leikhluta lauk.

Andri Már Mikaelsson kom SA svo yfir í öðrum leikhluta og það reyndist vera sigurmark leiksins.

Stigaskor SA: Sigurður Sigurðsson 1, Andri Már Mikaelsson 1, Jussi Sipponen 0/2 stoðsendingar

Stigaskor SR: Kári Guðlaugsson, Sölvi Atlason 0/1 stoðsending.

Sambíó

UMMÆLI