Skautafélag Akureyrar varð Íslandsmeistari í íshokkí karla með 6:1 sigri á SR í þriðja leik liðanna fyrr í kvöld í Skautahöll Akureyrar. SR hafði unnið titilinn síðustu tvö ár en nú hefur SA endurheimt hann.
Fyrsti leikhluti fór 1:1 og voru SR-ingar líklegri aðilinn í lok hans. SA hrökk svo í gang í seinni leikhluta og skoraði þrjú mörk gegn engu. Í lokaleikhluta bættu þeir svo við tveimur mörkum og lokatölur 6:1 fyrir SA.
Hægt er að lesa nánari lýsingu frá leiknum á mbl.is