NTC

SA í erfiðri stöðu eftir tap á heimavelli

Andri Már og félagar þurfa að rífa sig í gang

Skautafélag Akureyrar er 0-2 undir í einvíginu gegn Esju í úrslitum um Íslandsmeistaratitil í íshokkí eftir 2-3 tap í Skautahöll Akureyrar í gærkvöldi.

Esja hafði yfirhöndina stærstan hluta leiksins en staðan að loknum fyrsta leikhluta var 1-2 fyrir gestunum. Andri Már Mikaelsson gerði eina mark annars leikhluta og breytti stöðunni í 2-2.

Eina mark þriðja leikhluta var skoruð af gestunum þegar Ólafur Hrafn Björnsson skoraði rúmum tíu mínútum fyrir leikslok.

Liðin mætast í Skautahöll Reykjavíkur á morgun, laugardag og geta Esjumenn tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri þar.

Markaskorarar SA: Jó­hann Már Leifs­son 1, Andri Már Mika­els­son 1.

Markaskorarar Esju: Ólaf­ur Hrafn Björns­son 1, Eg­ill Þormóðsson 1, Pét­ur Maack 1.

Sambíó

UMMÆLI