SA burstaði SR á Akureyri

Mynd: Elvar P

SA Víkingar unnu stórsigur á SR í Hertz-deild karla í íshokkí í gær. Leikurinn fór fram í Skautahöllinni á Akureyri.

SR byrjuðu betur og voru 1-0 yfir eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta voru SA mun sterkari og staðan orðin 5-2 þeim í vil þegar honum lauk. Heimamenn bættu svo við sex mörkum í síðasta leikshlutanum á meðan SR skoraði 1 mark. Lokatölur 11-3 SA í vil.

Jussi Sippon­en skoraði þrjú mörk fyr­ir SA, Bart Mor­an, Björn Jak­obs­son og Jó­hann Leifs­son skoruðu tvö og þeir Sig­urður Sig­urðsson Andri Mika­els­son skoruðu eitt mark hvor. Daní­el Magnús­son, Mi­loslav Racan­sky og Vikt­or Svavars­son skoruðu mörk SR.

SA hef­ur unnið tvo af fyrstu þrem­ur leikj­um sín­um en SR hef­ur tapað öll­um þrem­ur leikj­um sín­um til þessa.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó