SA Víkingar unnu stórsigur á SR í Hertz-deild karla í íshokkí í gær. Leikurinn fór fram í Skautahöllinni á Akureyri.
SR byrjuðu betur og voru 1-0 yfir eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta voru SA mun sterkari og staðan orðin 5-2 þeim í vil þegar honum lauk. Heimamenn bættu svo við sex mörkum í síðasta leikshlutanum á meðan SR skoraði 1 mark. Lokatölur 11-3 SA í vil.
Jussi Sipponen skoraði þrjú mörk fyrir SA, Bart Moran, Björn Jakobsson og Jóhann Leifsson skoruðu tvö og þeir Sigurður Sigurðsson Andri Mikaelsson skoruðu eitt mark hvor. Daníel Magnússon, Miloslav Racansky og Viktor Svavarsson skoruðu mörk SR.
SA hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en SR hefur tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa.
UMMÆLI