NTC

SA burstaði SR

Jóhann Már Leifsson skoraði tvö mörk. Mynd: sasport.is

Jóhann Már Leifsson skoraði tvö mörk. Mynd: sasport.is

Skautafélag Akureyrar átti ekki í miklum vandræðum með Skautafélag Reykjavíkur þegar liðin öttu kappi í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöldi.

Eftir markalausan fyrsta leikhluta tóku heimamenn öll völd á svellinu og keyrðu gjörsamlega yfir gestina. Jóhann Már Leifsson skoraði fyrsta mark SA snemma í öðrum leikhluta og Andri Mikaelsson tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Ingvar Jónsson sá svo til þess að SA væri þrem mörkum yfir fyrir síðasta leikhlutann.

Yfirburðir SA héldu áfram og Andri Mikaelsson gerði annað mark sitt þegar hann kom SA í 4-0. Mikko Salonen var næstur til að skora og Jóhann Már Leifsson rak síðasta naglann í kistu SR. 6-0 sigur SA staðreynd.

Markaskorarar SA: Jóhann Már Leifsson 2, Andri Mikaelsson 2, Mikko Salonen, Ingvar Jónsson.

Strákarnir eru nú komnir í jólafrí en næsti leikur þeirra er á nýju ári þegar þeir heimsækja topplið Esju.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó