Ríkisútvarpið hefur verið sýknað af stefnu eiganda veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fréttamann RÚV og þáverandi útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson vegna umfjöllunar fréttastofu RÚV um staðinn á Akureyri árið 2017.. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Eiganda Sjanghæ er gert að greiða alls 1,5 milljónir í málskostnað til fréttamannsins, Magnúsar Geirs og RÚV.
Sjá einnig:Eigandi Sjanghæ vill formlega afsökunarbeiðni og þrjár milljónir í miskabætur
Eigandinn krafði fréttamanninn og Magnús Geir um samtals sex milljónir í miskabætur vegna fréttar um að grunur léki á vinnumansali á veitingastaðnum og að vinnustaðaeftirlit Einingar-Iðju hefði farið á staðinn til að ræða við starfsfólk.
Sævar Þór Jónsson, lögmaður Rositu YuFan Zhang, eiganda Sjanghæ-veitingastaðanna, segir í samtali við Mbl.is að niðurstaðan sé vonbrigði en hann telji fullt tilefni til að áfrýja málinu og láta á það reyna fyrir æðra dómsstigi.
Sjá einnig: Eigandi Sjanghæ í skýjunum með Akureyringa
Hann segir að hafðar hafi verið uppi alvarlegar ásakanir í fréttinni, sem enginn grundvöllur hafi verið fyrir og að málið hafi valdið umbjóðanda sínum gríðarlegu tjóni.