Framsókn

RÚV heldur prufur fyrir dagskrárgerðarfólk framtíðarinnar

Mynd: Einar Rafnsson/RÚV.

Laugardaginn 24. febrúar opnar RÚV dyr sínar fyrir fólki á aldrinum 18-30 ára sem hefur brennandi áhuga á dagskrárgerð. Þessu er greint frá inn á vef Ríkisútvarpsins. Þá verða haldnar prufur í hljóð- og myndveri fyrir framleiðslu þátta fyrir ungt fólk.
Þau sem áhuga hafa eru hvött til að koma og láta ljós sitt skína og kasta fram hugmyndum að dagskrárefni sem þau vilja taka þátt í að láta verða að veruleika.

Þetta er í fyrsta sinn sem RÚV heldur svo umfangsmiklar prufur í dagskrárgerð fyrir þennan aldurshóp. Í stefnu RÚV til ársins 2021 er það yfirlýst markmið að auka efnisframboð og bæta þjónustu við ungt fólk. RÚV núll var sett á laggirnar á haustmánuðum til að standa við það markmið. Fjölga á ungu dagskrárgerðarfólki og þess er vænst að það finnist í prufunum á laugardaginn. Prufurnar verða haldnar í Reykjavík en allir landsmenn á þessum aldri eru hvattir til að mæta og láta ljós sitt skína.

VG

UMMÆLI

Sambíó