Uppfært: Rúta stendur í ljósum logum í VíkurskarðiLjósmynd: Aðsend

Uppfært: Rúta stendur í ljósum logum í Víkurskarði

Eldur kviknaði í rútu í Víkurskarði núna á öðrum tímanum og var slökkvilið Akureyrar sent strax á staðinn. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en fréttin verður uppfærð eftir því sem upplýsingar berast.

Uppfært: 32 manns voru í rútunni en engan sakaði. Kviknaði í afturenda rútunnar en óljóst er hvað olli eldinum. Öllu hreinsunarstarfi er lokið og allir eldar hafa verið slökktir. Þetta hefur mbl.is eftir Lögreglunni á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó