Rúta með 25 farþega valt skammt frá Múlagöngum

Rúta með 25 farþega valt skammt frá Múlagöngum

Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með 25 farþega valt skammt frá Múlagöngum Ólafsfjarðar megin.

Í tilkynningu lögreglunnar á Facebook segir:

Laust fyrir klukkan 14:30 var tilkynnt um að rúta hefði farið út af og oltið á hliðina á Ólafsfjarðarvegi skammt frá Múlagöngum, Ólafsfjarðar megin. 25 farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra. Engin alvarleg slys urðu á fólki.

Lögregla, slökkvilið og sjúkraflutningalið var sent á vettvang. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Menntaskólanum á Tröllaskaga, þangað sem farþegar rútunnar voru fluttir og starfsfólk Rauðakrossins hlúði að þeim.

Lögregla vinnur að rannsókn að tildrögum slyssins á vettvangi.

VG

UMMÆLI

Sambíó