Rúta með 17 farþegum fór útaf veginum á Öxnadalsheiði. Björgunarsveitin á Akureyri var kölluð út um klukkan hálf ellefu til að ferja farþegana úr rútunni yfir í aðra. Það er mbl.is sem greinir frá þessu nú í kvöld.
Aðstæður á heiðinni eru mjög erfiðar, bálhvasst lítið skyggni. 15 til 20 björgunarsveitarmenn á þremur bílum fóru í útkallið.
UMMÆLI