Framsókn

Rúta keyrði aftan á mjólkurbíl – Umferð hleypt á veginn afturMynd: Lögreglan

Rúta keyrði aftan á mjólkurbíl – Umferð hleypt á veginn aftur

Eins og greint var frá í hádeginu í dag þá varð umferðarslys á Hringveginum við Þverá í Öxnadal skömmu fyrir hádegi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rúta hafi lent aftan á mjólkurbíl og þurft hafi að loka veginum í smá tíma í kjölfarið. Umferð hefur nú verið hleypt á veginn aftur. Snjókoma og hálka var á vettvangi.

Sjá einnig: Hringveginum lokað við Þverá í Öxnadal eftir árekstur

Lögreglan stýrir umferð í gegn þar sem ökutækin eru enn á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.

Í rútunni var rúmlega 30 manna íþróttahópur ungmenna frá Akureyri og sluppu farþegar mjög vel úr árekstrinum en bílstjóri rútunnar var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Bílstjóra mjólkurbílsins sakaði ekki.

„Hópslysaáætlun í umdæminu var virkjuð á grænu viðbragði sem þýðir að aðgerðastjórn kom saman og tryggði að þjónusta við alla sem að slysinu komu yrði sem best og faglegust, hvort sem um þá sem í slysinu lentu og einnig þá viðbragðsaðila sem að því komu,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó